fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Anna Karen hótar fjölmiðlum og viðskiptavinum kynlífsverkafólks vegna sjúkrabílamyndbandsins – „Ansi margir sem myndu missa vinnuna“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. desember 2022 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Karen Sigurðardóttir tók þátt í alræmdu klámmyndbandi í sjúkrabifreið í Skógarhlíð sem hún birti í kjölfarið á netinu. Myndbandið hefur haft miklar afleiðingar en sjúkraflutningsmaðurinn sem stundaði kynlíf með henni í myndbandinu hefur misst vinnuna sína hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hótar að leka upplýsingum um viðskiptavini

Anna Karen er verulega ósátt við fjölmiðlun fjölmiðla um málið og svaraði fullum hálsi á Instagram-síðu sinni í kvöld. Kallaði hún umfjöllunina „mannorðsmorð“ og virtist hóta því leka upplýsingum um viðskiptavini sína og annarra viðskiptavina íslensks kynlífsverkafólks ef fjallað væri meira um málið.

Þá lagði Anna Karen þunga áherslu á að orð hennar yrðu ekki tekin úr samhengi.

Færslan á Instagram hófst með þessum orðum: „Eruð þið viss um að ykkur (og ykkar starfsfólki) langi í sandkassaleik við content creators og/eða sex workers?“ DV, Hringbraut, Fréttablaðið og mbl.is voru tögguð í færslunni.

Ansi margir sem missa vinnuna

„Við skulum endilega hafa nokkra hluti á hreinu,“ sagði Anna Karen ennfremur. „Meðal annars það að við sex workers erum frekar tight samfélag og við erum með töluvert magn af upplýsingum um okkar viðskiptavini, sem eru frekar margir og í stöðum og störfum.“

„Þannig að ef þið viljið og ætlið að halda áfram að taka þátt í mannorðsmorðinu sem er að eiga sér stað og á sér stað í kringum þetta allt saman bæði gagnvart creators og fleirum. Þá skulið þið prísa ykkur sæl að við gerum ekki slíkt hið sama, því þá væru ansi margir sem myndu missa vinnuna – hátt settir einstaklingar í alls konar stöðum. Blaðamenn, fréttamenn, þingmenn og alls konar,“ sagði Anna Karen.

Fleiri sekir

Þá bætti Anna Karen við að fleiri slökkviliðsmenn hafi getað misst vinnuna. Orðrétt sagði hún:

Án þess að gera lítið úr þessu sjúkrabílamáli eða alvarleika þess ætla ég samt sem áður að benda á þá staðreynd að hefði ég setið þá fundi þar sem þetta var rætt hefðu fleiri misst starfið innan slökkviliðsins,“ skrifar hún og bætir við #sorrynotsorry

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar