fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Breki segir að fleiri taki nú skyndilán og auki yfirdrátt – Segir stóru leigufélögin hafa reynt að sekta leigjendur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 10:00

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin vera að skoða leigusamninga sumra hagnaðardrifinna leigufélaga en þó ekki samning Ölmu. Alma íbúðarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu eftir að það tilkynnti Brynju Bjarnadóttur, leigjanda, að húsaleiga hennar hækki úr 250.000 kr á mánuði í 325.000 kr vegna vísitölu- og vaxtahækkana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Vísir skýrði frá því í gær að hagnaður Ölmu hafi verið 12,4 milljarðar á síðasta ári.

Á heimasíðu Ölmu kemur fram að félagið eigi tæplega 1.100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Segir að hlutverk félagsins sé að fjárfesta í íbúðum, reka þær og leigja þær út til einstaklinga. „Stefna Ölmu er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á öruggt og vandað leiguhúsnæði, hátt þjónustustig og sveigjanleika, í því skyni að gera leigumarkaðinn á Íslandi faglegri, fjölskylduvænni og traustari,“ segir einnig á heimasíðunni.

„Ég var nú búin að sætta mig við að geta ekki haldið jól vegna peningaleysis, en ég bjóst ekki við að ég færi á götuna líka,“ sagði Brynja í samtali við Fréttablaðið en hún er 65 ára sjúklingur og öryrki.

Breki sagðist ekki geta tjáð sig um mál Ölmu þar sem Neytendasamtökin hafi ekki skoðað fyrirtækið sérstaklega. Hann sagði að það séu ekki bara hækkanir sem samtökin eru að skoða, það séu einnig ýmis gjöld sem leigufélög leggja á leigjendur, gjöld sem eru ekki í samræmi við lög.

Hann sagði dæmi vera um að hótað hafi verið að rifta leigusamningi vegna upploginna vanefnda og að kostnaði vegna almenns viðhalds hafi verið velt yfir á leigjendur. „Leigusali getur ekki sektað leigutaka en það hefur verið reynt hjá stórum leigufélögum,“ sagði Breki einnig og bætti við: „Ég er mjög hugsi yfir því að okkur berast vísbendingar um að æ fleiri leiti nú í skyndilán, yfirdrátt, smálán eða fresti greiðslum.“

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“