fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Úkraínsk sendiráð fá blóðuga pakka með dýraaugum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 06:45

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru nokkrar bréfsprengjur sendar á heimilisföng á Spáni. Þar á meðal var úkraínska sendiráðið. Þar slasaðist öryggisvörður þegar sprengjan sprakk.  Í kjölfarið fóru úkraínsk sendiráð víða í Evrópu að fá blóðuga pakka sem innihalda augu úr dýrum.

Talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins segir að pakkarnir hafi verið gegnumvættir af vökva með sérstökum lit og lykt. Þeir bárust í sendiráðin í Ungverjalandi, Póllandi, Króatíu og Ítalíu. Einnig fengu aðalræðismenn Úkraínu í Napólí og Krakow svona sendingar. Talsmaðurinn skrifaði á Facebook að verið sé að rannsaka hvaða skilaboð sé verið að senda með þessu.

Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur fyrirskipað að öryggisgæsla við sendiráð landsins og ræðismannsskrifstofur verði hert. Hann sagði að ástæða sé til að ætla að hér sé um velskipulagða herferð að ræða sem sé ætlað að valda ótta meðal starfsfólks sendiráða og ræðismannsskrifstofa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
Fréttir
Í gær

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar