fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Tíðarfarið kemur illa niður á garðyrkjubændum – Mun meiri raforkukostnaður

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 09:00

Gunnar Þorgeirsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíðarfarið í vetur hefur verið ansi gott að margra mati en garðyrkjubændur eru ekki eins ánægðir með það og margir aðrir. Ástæðan er að vegna þess að enginn snjór er til að lýsa upp í skammdeginu þurfa þeir að lýsa gróðurhús sín mun meira upp en venjulega á þessum árstíma. Þetta þýðir auðvitað að raforkukostnaður þeirra er meiri.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands og garðyrkjubónda í Ártanga í Biskupstungum, að hjá stórframleiðendum þýði þetta mörg hundruð þúsunda króna aukakostnað.

Hann sagði þetta mjög bagalegt á þessum árstíma því þá er framleiðsla á blómum og grænmeti einna mest.

„Suma daga birtir ekki af degi – og við þurfum því, flestir hverjir, að lýsa að minnsta kosti um fimmtán prósentum meira en vanalega þegar snjóa nýtur við. Og það kostar sitt,“ sagði hann.

Ekki er tekið tillit til aðstæðna af þessu tagi í niðurgreiðslum ríkisins á raforkuflutning til bænda og því lendir allur kostnaðurinn á bændum.

Gunnar sagði að í venjulegu árferði, þegar snjórinn lýsir mesta skammdegið upp, sé hægt að slökkva á lýsingunni í allt að sex klukkustundir yfir hádaginn en það sé ekki hægt núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“