Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir þessu séu loftvarnir Úkraínumanna og vetrarveður.
Ný loftvarnarkerfi, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum, og veturinn valda Rússum miklum vanda að því er segir í stöðuskýrslunni.
Rússar eru sagðir hafa misst um 60 herflugvélar í stríðinu. Þar á meðal eina Su24M Fencer og eina Su-25 vél í síðustu viku.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 05 December 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/pmOwk4EqC5
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/KEWi93TjT1
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) December 5, 2022
Ráðuneytið segir að reikna megi með að Rússar eigi í erfiðleikum með að gera árásir úr lofti því þeir séu háðir sjónflugi til að finna skotmörkin og þess utan noti þeir sjaldnast nákvæmni stýrð skotfæri.
Telja Bretarnir því að rússneski flugherinn hafi takmarkaða möguleika á að gera loftárásir í vetur.