fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Segja að þetta haldi aftur af rússneska flughernum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 07:40

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mjög hafi dregið úr loftárásum Rússa í Úkraínu. Í mars gerðu þeir um 300 loftárásir á dag en nú eru þær komnar niður í einhverja tugi á dag.

Í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir þessu séu loftvarnir Úkraínumanna og vetrarveður.

Ný loftvarnarkerfi, sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum, og veturinn valda Rússum miklum vanda að því er segir í stöðuskýrslunni.

Rússar eru sagðir hafa misst um 60 herflugvélar í stríðinu. Þar á meðal eina Su24M Fencer og eina Su-25 vél í síðustu viku.

Ráðuneytið segir að reikna megi með að Rússar eigi í erfiðleikum með að gera árásir úr lofti því þeir séu háðir sjónflugi til að finna skotmörkin og þess utan noti þeir sjaldnast nákvæmni stýrð skotfæri.

Telja Bretarnir því að rússneski flugherinn hafi takmarkaða möguleika á að gera loftárásir í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt

Segir Flokk fólksins skorta auðmýkt