Þetta sagði Avril Haines, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, að sögn BBC. Hún sagði að nú þegar sjáist merki um minni kraft í bardögum en áður og að bandarískar leyniþjónustustofnanir reikni með að þannig verði það næstu mánuði.
Nú er aðallega barist í Donetsk og við Bakhumt í austurhluta landsins. Vegna brotthvarfs Rússa frá vesturhluta Kherson er barist á færri vígstöðvum en áður.
Haines sagði að bæði Rússar og Úkraínumenn muni nýta veturinn til að undirbúa sig undir að hefja gagnsóknir í vor.
„En við erum svolítið efins um hvort Rússar geti gert það. Ég er bjartsýnni fyrir hönd Úkraínu,“ sagði hún.
Hún sagði að bandaríska leyniþjónustustofnanir telji að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi ekki fulla yfirsýn yfir hversu miklum vanda her hans er í. „Við sjáum skort á skotfærum, lélegan móral, vandamál með birgðaflutninga og fjölda annarra vandamála sem þeir glíma við,“ sagði hún.