fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Rússar nota skotfæri hraðar en þeir geta framleitt þau

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 06:08

Rússneskir hermenn á Krímskaga í febrúar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon segir þá nota Rússar 20.000 fallbyssuskot á dag fyrir stórskotalið sitt í Úkraínu. Þetta er svo mikil notkun að þeir hafa ekki undan að framleiða fallbyssuskot og þvi ganga þeir á birgðir sínar.

Avril Haines, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, ræddi um þetta á laugardaginn að sögn NBC News. Hún sagðist ekki geta sagt nákvæmlega til um hversu hratt þeir ganga á birgðir sínar en það gerist hratt og að bandarísk yfirvöld telji að Rússar geti ekki framleitt jafn mikið og þeir nota núna. Þetta sé því áskorun sem þeir standa frammi fyrir.

Í nóvember sagði Pentagon að Rússar noti 20.000 fallbyssuskot á dag þrátt fyrir að þeir hafi verið hraktir frá stórum landsvæðum í Úkraínu.

Jeremy Fleming, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar GCHQ, sagði nýlega að rússneska herinn vanti bardagafæra hermenn, hergögn og skotfæri. „Við vitum, og rússneskir herforingjar á vígvellinum vita, að þeir eru að verða uppiskroppa með birgðir og skotfæri,“ sagði hann að sögn BBC.

Fleming sagði að Rússar líði mikið tap á vígvellinum, bæði hvað varðar fallna hermenn en einnig á hergögnum. Ástæðan sé að stórum hluta vegna ákvörðunar rússnesku ríkisstjórnarinnar að láta fanga og óreynda menn berjast í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
Fréttir
Í gær

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna