Nú hafa fórnarlömb höfðað mál á hendur lögreglunni, bæði staðarlögreglunni og ríkislögreglunni, bæjaryfirvöldum og skólayfirvöldum. AP skýrir frá þessu.
Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í Austin. Í dómskjölum kemur fram að yfirvöld séu sökuð um að hafa ekki fylgt vinnureglum varðandi skólaskotárásir því lögreglan beið í eina klukkustund með að ryðjast inn í kennslustofuna þar sem morðinginn skaut hvern nemandann á fætur öðrum.
Meðal þeirra sem höfða málið eru starfsmenn við skólann og forráðamenn barna sem voru í skólanum þennan dag.
Samtals krefst fólkið sem svarar til um 3.800 milljarða íslenskra króna í bætur fyrir „tilfinningalegt og sálrænt tjón“.