Breska varnarmálaráðuneytið segir að í dag herði Pútín tökin enn frekar á þeim sem hann telur vera „erlenda útsendara“ og þannig verður enn auðveldara fyrir yfirvöld að ofsækja þá sem ekki ganga erinda stjórnvalda.
Nú breytist skilgreiningin á hverjir teljast erlendir útsendarar í að ná yfir þá sem hafa verið undir „áhrifum eða þrýstingi“ frá erlendum aðilum. Dómsmálaráðuneytið fær heimild til að birta opinberlega upplýsingar um „erlenda útsendara“ og heimilisföng þeirra. Þetta geta allt eins verið rússneskir ríkisborgarar.
Breska varnarmálaráðuneytið segir að með þessu aukist möguleikar stjórnvalda á að kúga og ofsækja þá sem eru stjórnvöldum ekki þóknanlegir.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 30 November 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/fgQp2pB2Il
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/tgBYUJUISr
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) November 30, 2022