fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Fullkomin vopn streyma til Úkraínu frá Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 06:04

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski varnarmálaráðherrann skýrði frá því á Twitter á þriðjudaginn að her landsins hafi nú fengið nýtt flugskeytakerfi frá Frakklandi. Það bætist við önnur stórskotaliðsvopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum.

Þessi vopn hafa breytt miklu varðandi gang stríðsins því þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að ráðast á birgðaflutningalínur Rússa, bækistöðvar og birgðastöðvar langt að baki víglínunni.

Franska kerfið heitir LRU og er háþróað flugskeytakerfi. Áður höfðu Úkraínumenn fengið þrjú önnur slík kerfi, HIMARS, M270 og MARS II. LRU dregur 70 kílómetra.

Úkraínskir leiðtogar hafa beðið um fleiri langdræg vopn og loftvarnarkerfi til að styðja við árangur hersins á vígvellinum og til að geta komið í veg fyrir árásir Rússa.

Sébastien Lecorun, sem fer með málefni hersins innan frönsku ríkisstjórnarinnar, sagði fyrir um tveimur vikum að tvö LRU-kerfi yrðu send til Úkraínu. Hann sagði einnig að Frakkar muni senda Crotale loftvarnarkerfi til Úkraínu og að til standi að senda háþróuð ratsjárkerfi þangað.

Frakkar ætla einnig að taka við og þjálfa 2.000 úkraínska hermenn en ESB hefur lofað að sjá um þjálfun 15.000 úkraínskra hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“