Rétt rúmlega 10 í morgun, fimmtudag, barst beiðni frá erlendum ferðamanni sem staddur var í Landmannalaugum og hafði fest bíl sinn í á.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu sendi bíl á vettvang sem var kominn inn í Landmannalaugar að ferðamanninum kl 12:30. Hann hafði gist í Landmannalaugum síðustu nótt, en aðeins snjóaði þar í nótt og hafði vaxið í ám. Þegar hann hugðist fara til baka festist bíll hans í árkvísl. Maðurinn var einn á ferð.
Björgunarsveitarmenn náðu bílnum á þurrt, en þurftu að skilja hann eftir á vettvangi og ferðamanninum var svo ekið til byggða. Aðgerðum var lokið 15:30