fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Rússar flugu með 140 milljónir evra í reiðufé og vestræn vopn til Íran – Fengu dróna í staðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk herflugvél var notuð til að flytja 140 milljónir evra í reiðufé til Íran í ágúst. Þetta var greiðsla fyrir tugi íranskra dróna, sjálfsmorðsdróna sem Rússar hafa beitt gegn Úkraínumönnum að undanförnu. Auk peninga flutti flugvélin þrjú vestræn vopn sem Rússar höfðu komist yfir í Úkraínu. Þetta voru bresk NLAW skriðdrekaflaug, bandarísk Javelin skriðdrekaflaug og Stinger loftvarnaflaug.

Sky News skýrir frá þessu og segir að vélin hafi lent í Teheran snemma að morgni 20. ágúst. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni. Hann sagði að vopnin þrjú veiti Íranska byltingarhernum tækifæri til að rannsaka þau og hugsanlega nýta sér tæknina til að smíða álíka vopn. Íranar þykja mjög færir í hermismíðum.

Fyrir þetta fengu Rússar rúmlega 160 dróna, þar á meðal 100 Shahed-136 dróna sem hafa verið nefndir sjálfsmorðsdrónar því þeir springa þegar þeir lenda á skotmarki sínu.

Heimildarmaðurinn sagði að Rússar og Íranar hafi á síðustu dögum samið um ný álíka viðskipti að verðmæti 200 milljóna evra. Rússar fái því aðra stóra sendingu af drónum frá Íran á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði