Morgunblaðið segir að yfirvöld matvælamála hafi tilkynnt um hertar reglur um innflutning á kjöti til landsins. Þetta þýðir að DHL-flutningsmiðlunin treystir sér ekki lengur til að taka við sendingum til Bandaríkjanna ef þær innihalda kjöt.
Þetta kemur sér illa fyrir fyrirtækið nammi.is sem hefur sent kjöt og aðrar íslenskar vörur til Bandaríkjanna í tvo áratugi. Hefur blaðið eftir Sófusi Gústavssyni, framkvæmdastjóra, að þetta hafi alltaf gengið vel, svo framarlega sem sendingarnar hafi verið til einstaklinga og magnið ekki of mikið.
Hefur fyrirtækið sent um þúsund slíkar sendingar á ári, mest fyrir jólin og páskana.
Ef ekki tekst að finna aðrar leiðir þá er ljóst að margar íslenskar fjölskyldur í Bandaríkjunum verða að vera án hangikjöts um jólin.
Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.