fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

15.000 Evrópubúar létust af völdum óvenjulegra hlýinda á árinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 10:00

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 15.000 Evrópubúar létust á árinu vegna óvenjulega mikilla hita. Þessi tala getur hækkað þegar uppfærðar tölur berast frá ríkjum álfunnar.

Þetta sagði Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, í gær. AFP skýrir frá þessu.

Hann sagði að tæplega 4.000 hafi látist á Spáni, rúmlega 1.000 í Portúgal, rúmlega 3.200 í Bretlandi og um 4.500 í Þýskalandi. Þessar tölur eru byggðar á skráningu heilbrigðisyfirvalda í þessum löndum.

Miklir hitar og þurrkar voru víða í álfunni í sumar og haustið hefur víða verið hlýtt. Til dæmis var meðalhitinn í Sviss í október 3,7 gráðum hærri en venjulega og í Frakklandi var hann 3,5 gráðum hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá