fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

15.000 Evrópubúar létust af völdum óvenjulegra hlýinda á árinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 10:00

Börn kæla sig í miklum hita. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 15.000 Evrópubúar létust á árinu vegna óvenjulega mikilla hita. Þessi tala getur hækkað þegar uppfærðar tölur berast frá ríkjum álfunnar.

Þetta sagði Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, í gær. AFP skýrir frá þessu.

Hann sagði að tæplega 4.000 hafi látist á Spáni, rúmlega 1.000 í Portúgal, rúmlega 3.200 í Bretlandi og um 4.500 í Þýskalandi. Þessar tölur eru byggðar á skráningu heilbrigðisyfirvalda í þessum löndum.

Miklir hitar og þurrkar voru víða í álfunni í sumar og haustið hefur víða verið hlýtt. Til dæmis var meðalhitinn í Sviss í október 3,7 gráðum hærri en venjulega og í Frakklandi var hann 3,5 gráðum hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel