Þetta sagði Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, í gær. AFP skýrir frá þessu.
Hann sagði að tæplega 4.000 hafi látist á Spáni, rúmlega 1.000 í Portúgal, rúmlega 3.200 í Bretlandi og um 4.500 í Þýskalandi. Þessar tölur eru byggðar á skráningu heilbrigðisyfirvalda í þessum löndum.
Miklir hitar og þurrkar voru víða í álfunni í sumar og haustið hefur víða verið hlýtt. Til dæmis var meðalhitinn í Sviss í október 3,7 gráðum hærri en venjulega og í Frakklandi var hann 3,5 gráðum hærri.