fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Flóttinn frá Kherson er niðurlæging fyrir Pútín – En kannski er ekki allt sem sýnist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 05:45

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín hefur gefið rússneska hernum fyrirmæli um að hörfa frá borginni Kherson sem er í samnefndu héraði. Rússneskar hersveitir eru byrjaðar að yfirgefa borgina en kannski er ekki allt sem sýnist hvað þetta varðar.

Kherson var fyrsta borgin sem Rússar náðu á sitt vald vestan við Dnipro ána eftir að þeir réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar. Vestrænar leyniþjónustustofnanir segja að svo virðist sem rússneskar hersveitir séu nú að yfirgefa borgina en upplýsingar úkraínsku leyniþjónustunnar benda til að ekki sé allt sem sýnist.

Þær benda að sögn til að eitthvað undarlegt sé á seyði og að hugsanlega séu Rússar að reyna að lokka Úkraínumenn í gildru.

Á sama tíma og Rússar fjarlægja vegatálma, taka rússneska fánann niður af opinberum byggingum og flytja hersveitir yfir á austurbakka Dnipro, sem er einhverskonar náttúruleg mörk hvað varðar varnir þess lands sem þeir hafa náð á sitt vald í suðausturhluta Úkraínu, sjást rússneskir hermenn, margir í borgaralegum fatnaði, í Kherson og virðast ætla að vera þar áfram.

Þeir fela sig á einkaheimilum og óttast margir að samtímis brottflutningi rússneska hersins frá borginni sé hann að búa sig undir að berjast hús úr húsi þegar úkraínskar hersveitir nálgast borgina.

Blaðamaður Jótlandspóstsins ræddi við Pavlo Pataretsky, æðsta yfirmann úkraínsku Khort sérsveitanna, um þetta á föstudaginn og sagðist hann telja að flótti Rússa frá Kherson sé blekkingaraðgerð. Hann sagði að til dæmis séu rússneskar sérsveitir enn í borginni, meðal þeirra eru, að hans sögn, málaliðar úr Wagnerhópnum.

„Þetta er leikrit sem á að líta út eins og þeir séu að flýja. Ég á von á að Rússar muni grípa til fyrir fram ákveðinna ögrana í formi sprenginga inni í borginni og muni síðan varpa sökinni á Úkraínu,“ sagði hann.

Hann sagði að Úkraínumenn muni ekki æða inn í borgina því götubardagar muni leiða til þess að 40% af úkraínsku hermönnunum falli. Hann er því frekar á því að borgin verði umkringd eða öðrum aðferðum verði beitt til að brjóta Rússana niður og hrekja þá frá borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“