Wall Street Journal skýrir frá þessu. Fram kemur að á nokkurra mánaða tímabili hafi Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden forseta, og fleiri háttsettir bandarískir embættismenn átt marga leynilega fundi með háttsettum rússneskum embættismönnum.
Með fundunum hafa þeir reynt að koma í veg fyrir að átökin harðni og breiðist jafnvel út og einnig hafa þeir varað Rússa við því að nota gjöreyðingarvopn og gert þeim grein fyrir hvaða afleiðingar það muni hafa, að Bandaríkin muni þá ekki sitja aðgerðalaus á hliðarlínunni.
Sullivan er sagður hafa rætt við Yuri Ushakov, sem er aðalráðgjafi Vladímír Pútíns í utanríkismálum, og Nikolai Patrushev, sem er formaður rússneska þjóðaröryggisráðsins.
Engar upplýsingar liggja fyrir um árangurinn af þessum fundum því bandarísk yfirvöld viðurkenna ekki opinberlega að þeir hafi átt sér stað.
Rússar vilja heldur ekki staðfesta að þessir fundir hafi átt sér stað.