Þetta segir óháða úkraínska fréttastofan Hromadske International. Hefur fréttastofan þessar upplýsingar frá úkraínsku lögreglunni.
Law enforcement officers have already found 34 torture chambers and prisons arranged by the Russian occupiers in the de-occupied territories of Ukraine, according to the infographic from the National Police.
— Hromadske Int. (@Hromadske) November 2, 2022
Pyntingarklefarnir fundust í Sumy, Kyiv, Chernihiv, Kharkiv, Donetsk og Kherson.
Í apríl byrjuðu fyrstu sannanirnar fyrir óhæfuverkum Rússa að koma í ljós þegar þeir voru hraktir á brott frá svæðum sem þeir höfðu hertekið. Myndir frá Bucha, sem er nærri Kyiv, sýndu lík óbreyttra borgara sem höfðu verið skotnir á stuttu færi, hendur þeirra voru bundnar fyrir aftan bak. Gervihnattarmyndir sýndu fjöldagröf við kirkju í bænum.
Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir þetta sanna „þjóðarmorð“ sem Rússar séu að fremja en Rússar neita öllum slíkum ásökunum.