Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að samfelld seta Katrínar Jakobsdóttur á forsætisráðherrastóli er sú þriðja lengsta síðstliðin 50 ár. Aðeins Davíð Oddsson og Hermann Jónasson hafa setið lengur. Katrín segir að fólk get ekki ímyndað sér hvað þurfi mörg símtöl til að halda saman ríkisstjórn
Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna segir slysasleppingu 80 þúsund eldislaxa í Arnarfirði ekki vera tekna nógu alvarlega. Íslenskir firðir, eystra og vestra, ráði ekki við mengunina af völdum eldisins.
Maður sem sem seig ofan í jökulsprungu á Langjökli sem var á dýpt á við átta hæða blokk, til að bjarga móður og syni hennar árið 2010, sýndi ótrúlega hetjudáð, segir frá reynslu sinni. Viðtalið er birt í heild sinni í Útkallsþætti kvöldsins.
Skáldsögur eru einna mest áberandi í jólabókaflóðinu í ár – og margir stóru höfundanna eru með frábærar bækur. Ljóðabækur kvenna eru líka áberandi. Við rýnum í ríflega 800 bóka titlafjöldann.