Í umfjöllun The Guardian um málið kemur fram að bærinn hafi nánast verið jafnaður við jörðu í stríði sem sé háð á ekki ósvipaðan hátt og fyrri heimsstyrjöldin. Hermenn eru í skotgröfum og stórskotalið láta sprengjum rigna yfir andstæðingana. Mannfallið er mikið og þeir fáu íbúar sem hafa ekki flúið bæinn sinna búa við skelfilegar aðstæður.
Pavlo Kyrylenko, borgarstjóri í stórborginni Donetsk, sagði að íbúarnir í Bakhmut séu í felum í kjöllurum sem séu margir hverjir fullir af vatni. Hann sagði þá búa við hörmulegar aðstæður og hafi hvorki rafmagn né vatn.
Ekstra Bladet hefur eftir Niklas Rendboe, sérfræðingi hjá danska varnarmálaskólanum, að það sé hinn illræmdi Wagner-hópur, sem er einkaher rússneska auðmannsins Yevgeni Prighozin, sem standi að baki bardögunum.
Hópurinn sé að reyna að ná bænum á sitt vald og skipti þá engu að hann hafi misst mörg hundruð menn í bardögum um hann.