fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Segir að rússneskir herforingjar hafi rætt það sem sé óhugsandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 05:44

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettir rússneskir herforingjar funduðu nýlega og ræddu um hvernig Rússar geta beitt vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti, var ekki á fundinum sem snerust um slæmt gengi rússneska hersins í stríðinu.

The New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir háttsettum bandarískum embættismönnum.

Þessar viðræður herforingjanna eru sagðar hafa valdið áhyggjum í Washington því þær benda til að orðaskak Pútíns og annarra háttsettra rússneskra embættismanna sé ekki bara orðin tóm.

Heimildarmenn The New York Times lögðu áherslu á að Bandaríkin hafi ekki séð neinar sannanir fyrir því að Rússar hafi flutt kjarnorkuvopn til Úkraínu eða undirbúið notkun slíkra vopna en margir hafa talið óhugsandi að Rússar grípi í raun til þeirra í stríðinu í Úkraínu.

John F. Kirby, sem á sæti í þjóðaröryggisráðinu, neitaði að tjá sig um upplýsingar The New York Times en sagði að bandarísk stjórnvöld hafi alltaf sagt að taka verði hótanir Rússar um beitingu kjarnorkuvopna alvarlega. Áfram verði fylgst með þróun mála eins vel og hægt er.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar eigi allt að 2.000 vígvallarkjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin