fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Íslendingar gefa fleiri hjörtu en þeir þiggja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 10:17

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá gefa Íslendingar nú tæplega tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin hér á landi en frá upphafi hafa 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.  Fram kemur að rannsóknin hafi verið gerð af vísindamönnum við Háskóla Íslands og Landspítalanum og sé skýrt frá henni í nýjasta hefti Læknablaðsins.

Fram kemur að frá aldamótum hafi sú breyting orðið að hjartagjöfum hafi fjölgað í þrjár á ári á síðari hluta tímabilsins en hafi verið einn á ári á fyrri hluta þess.

Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, sem vann að rannsókninni ásamt Atla Steini Valgarðssyni sérnámslækni í skurðlækningum í Texas, sagði að allar mælingar sýni mikinn stuðning landsmanna við líffæragjafir. Hann sagði að nýjar reglur frá 2019 um ætlað samþykki sjúklinga hafi skipt sköpum í þessum málum.

Hjartaígræðslur eru ekki gerðar hér á landi. Frá því að fyrsta aðgerðin var gerð í Bretlandi 1988 hafa 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Flestar þeirra hafa verið gerðar á Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök