fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

„Við getum ekki látið Pútín stela jólunum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 09:00

Mynd úr safni. Mynd:Publicdomainpictures

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert á að koma í veg fyrir jólastemmningu, ekki einu sinni stríð. Af þeim sökum hefur Vitali Klitschko, borgarstjóri í Kyiv, ákveðið að jólaskreytingar verði settar upp í borginni og að grenilykt skuli fylla vit borgarbúa.

„Enginn aflýsir jólunum og áramótunum og nýársstemmningin verður til staðar. Við getum ekki látið Pútín stela jólunum,“ sagði hann í samtali við fréttastofuna RBC-Ukraine.

Jólatré verða sett upp en þau verða ekki skreytt með jólaljósum né öðru skrauti að sögn talsmanns raforkufyrirtækisins Yasno sem sér Kyiv fyrir rafmagni.

Það verður heldur ekki kveikt á þeim jólaljósum sem verða sett upp.

Klitschko sagði að jólatrén og jólaskrautið verði sett upp til að minna börnin á jólin: „Ég vil ekki að börnin missi af jólasveininum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“

Vilhjálmur segir grátbroslegt að hlusta á útgerðina sem fyrst nú hafi áhyggjur af landsbyggðinni – „Í dag er allt þetta horfið og við finnum svo sannarlega fyrir áhrifum þess“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“

Sólveig Anna útskýrir hvað hún hatar við woke-ið – „. Mér finnst það satt best að segja til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?