„Enginn aflýsir jólunum og áramótunum og nýársstemmningin verður til staðar. Við getum ekki látið Pútín stela jólunum,“ sagði hann í samtali við fréttastofuna RBC-Ukraine.
Jólatré verða sett upp en þau verða ekki skreytt með jólaljósum né öðru skrauti að sögn talsmanns raforkufyrirtækisins Yasno sem sér Kyiv fyrir rafmagni.
Það verður heldur ekki kveikt á þeim jólaljósum sem verða sett upp.
Klitschko sagði að jólatrén og jólaskrautið verði sett upp til að minna börnin á jólin: „Ég vil ekki að börnin missi af jólasveininum,“ sagði hann.