fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Gagnrýna Lilju fyrir seinagang – „Mínir félagsmenn eiga ekki orð“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 09:00

Lilja Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmir tveir mánuðir eru síðan umsóknarfrestur um stöðu forstöðumanns Listasafns Íslands rann út en enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu í stöðuna. Sá umsækjandi, sem var talinn hæfastur, hefur nú helst úr lestinni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Önnu Eyjólfsdóttur, formanni Sambands íslenskra myndlistarmanna, að félagsmenn undrist þessar tafir á ráðningu. „Mínir félagsmenn eiga ekki orð,“ sagði hún.

Gunnar B. Kvaran var metinn hæfastur af þeim fjórum sem voru metnir hæfir til að gegna stöðunni en alls sóttu sjö um stöðuna. Gunnar hefur verið forstöðumaður listasafna hérlendis og erlendis um áratugaskeið. Á síðustu árum hefur stýrt stærsta einkasafni heims með nútímamyndlist en það er í Osló. Hann hefur dregið umsókn sína til baka.

Telja margir það vera mikið hneyksli að stjórnsýslan hafi misst af svo hæfum manni. „Hann var maðurinn til að rífa upp safnið á nýjaleik (sic),“ hefur Fréttablaðið eftir heimildarmanni.

Aðspurður sagði Gunnar að þegar líða fór á hafi hann ekki langað nógu mikið til að flytja til Íslands.

Lilja Alfreðsdóttir, sem er ráðherra málaflokksins, segir að um vandaða stjórnsýslu sé að ræða og hafnar því að ráðningin hafi dregist úr hömlu. „Við ætlum að vanda okkur sérstaklega við ráðninguna,“ sagði hún en skemmst er að minnst harðrar gagnrýni sem hún fékk yfir sig eftir skipun þjóðminjavarðar nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti