fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Diljá segir borgaryfirvöld hafa unnið gegn kirkjunni – „Ekki viljum við nú valda deilum“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 08:00

Diljá Mist Einarsdóttir. Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Aðventan, þessi uppáhaldstími margra Íslendinga, er gengin í garð. Biðin eftir jólunum. Jólin eiga sér ævaforna sögu hér á slóðum, tengda vetrarsólstöðum. Síðar féllu jólin að fæðingarhátíð Jesú Krists. Jólin eru rótgróin í íslenska menningu og við eigum erfitt með að greina ræturnar hvora frá annarri, menninguna og trúna.“

Svona hefst grein eftir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Ber greinin fyrirsögnina „Jólaþjónustutími kirkjunnar?“

Diljá segir að við syngjum jólalög, sem fjalli sum hver um Jesúbarnið en önnur um blankheit. Smákökur séu bakaðar og jólakort send og fólk hugsi sérstaklega vel um sína nánustu. „Við minnumst látinna ástvina, heimsækjum leiði þeirra og kveikjum á ljósum. Sum okkar fara jafnvel í kirkju. Og í kirkjunni hlustum við á boðskap trúarinnar sem við játum. Grunngildin okkar, sem eru kærleikur, fyrirgefning, miskunnsemi og mannvirðing. Að bjóða þeim hina kinnina sem gefur þér kinnhest – að fara með þeim tvær mílur sem neyðir þig með sér eina. Að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi,“ segir hún.

Hún segir síðan að við séum mjög heppin að búa í þjóðfélagi þar sem kristin gildi séu samofin menningunni. Þessi boðskapur sé mikilvægur fyrir alla og blessunarlega sá hann órjúfanlegur hluti af íslenskri sögu og menningu.

„Engu að síður hafa sumir söfnuðir þjóðkirkjunnar nú ákveðið að loka dyrum sínum fyrir jólaheimsóknum barna á skólatíma. Heimsóknum sem rótgróin áratuga hefð er fyrir. Börn og kennarar hafa þannig átt notalegar samverustundir í kirkjunni, fengið piparkökur og sungið jólalög. Upplifað einstöku kyrrðina og hátíðleikann sem umvefur kirkjurnar okkar. Þetta gera söfnuðirnir að sögn í nafni friðar; til þess að valda ekki deilum. Til þess að friða þá sem gætu þótt heimsóknirnar óþægilegar,“ segir hún og bætir við að henni finnst þetta ekki góð skilaboð frá þjóðkirkjunni.

„Hér höfum við stjórnarskrárvarða þjóðkirkju og lögbundið að starfshættir skólanna skuli mótast af kristinni arfleifð. Hún er líka samofin íslenskri sögu og menningu. Það er meginhlutverk kirkjunnar að halda grunngildum okkar á lofti. Undanfarin ár hefur verið sótt að kristinni trú og kristnu fólki um allan heim, m.a. fyrir tilstilli borgaryfirvalda. En af hverju lætur kirkjan undan þessum áróðri? Og ef kirkjan bognar undan örlitlum mótgusti, eigum við safnaðarbörnin þá að halda áfram að taka til varna þegar okkur finnst að henni vegið? Er ekki auðveldara að forðast bara alla togstreitu? Ekki viljum við nú valda deilum. Við ættum ekki að láta segja okkur að það sé gestrisni kirkjunnar sem valdi deilum eða hugarangri. Að verslunarmiðstöðvar megi hafa sérstakan jólaþjónustutíma en ekki kirkjan. Við ættum frekar að bjóða fleirum að njóta aðventunnar í kirkjunni og á öllum tímum dagsins. Bjóða ekki bara börnunum að koma til okkar, heldur öllum,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri