fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Segir að þetta geti neytt Pútín til nýrrar herkvaðningar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 05:49

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið mannfall á vígvellinum og illa búnir hermenn sem neita að berjast geta orðið til þess að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, neyðist til að grípa til nýrrar herkvaðningar.

Þetta er mat Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðings við danska varnarmálaskólann. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagðist hann efast um Rússar geti komist hjá því að efna til annarrar herkvaðningar.

Hann sagði að Rússar verði fyrir miklu mannfalli núna og einnig berist margar fréttir af agavandamálum meðal þeirra sem voru kvaddir í herinn.

Í lok september tilkynnti Pútín um herkvaðningu 300.000 manna og mánuði síðar sagði hann að henni væri lokið.

Allt frá því að hann tilkynnti um herkvaðninguna hafa mörg myndbönd verið birt á Internetinu af herkvöddum mönnum sem neita að berjast. Þeir kvarta til dæmis yfir því að þá vanti vopn, mat, þjálfun og undan yfirmönnum sínum.

Nielsen sagði að margt bendi til að Rússar eigi í erfiðleikum með að gera herkvöddu mennina að hermönnum sem gagn er að. Það megi þó ekki vanmeta áhrif herkvaðningarinnar. Sókn Úkraínumanna gangi ekki eins hratt og áður en gripið var til herkvaðningarinnar svo hún hafi að minnsta kosti um stundarsakir verið innspýting fyrir Rússa.

Margir óháðir rússneskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af því að herkvaddir menn hafi yfirgefið víglínunnar eða neitað að berjast. Eru þeir sagðir vera lokaðir inni í kjöllurum og öðrum bráðabirgðafangelsum í Donetsk og Luhansk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“