fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Rússneskar mæður brjálaðar út í Pútín – „Ertu maður, eða hvað?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 05:53

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, að láta undan þrýstingi eða er aðeins um sviðsetningu að ræða?

Þessu velta margir fyrir sér í tengslum við fyrirhugaðan fund Pútíns með mæðrum og eiginkonum hermanna sem berjast í Úkraínu.

Allt frá því að Pútín tilkynnti um herkvaðningu 300.000 manna hafa mæður og eiginkonur gagnrýnt þær aðstæður sem þeir þurfa að takast á við í Úkraínu sem og herkvaðninguna sjálfa.

Nýlega var tilkynnt að Pútín muni hitta mæður hermanna í Kreml og veita þeim tækifæri til að koma óánægju sinni á framfæri við hann. En mörg samtök telja að hér sé um sviðsettan fund að ræða þar sem sérvaldir þátttakendur verða til staðar.

The Guardian segir að fulltrúum „Samtaka mæðra rússneskra hermanna“ sé ekki boðið á fundinn. Þetta er haft eftir Valentina Melnikova, lögmanni, sem hefur barist fyrir réttindum uppgjafahermanna síðan 1989.

„Auðvitað hafa þeir ekki boðið okkur og auðvitað vilja þeir ekki að við tökum þátt,“ sagði hún.

Olga Tsukanova, formaður Ráðs mæðra og kvenna, sagði Pútín vera hugleysingja sem þori ekki að mæta gagnrýni þeirra.

„Vladimir Valdimirovich Putin, ert þú maður, eða hvað? Hefur þú hugrekki til að horfast í augu við okkur alvöru konur, en ekki bara sérvaldar konur og mæður sem eru í vasa þínum?“ sagði hún.

Samtök mæðra hermanna segja að gríðarlegur fjöldi kvartana hafi borist vegna herkvaðningarinnar. „Þetta eru erfiðir tímar. Við höfum aldrei áður fengið mörg þúsund kvartanir. Herkvaðningin virðist ekki fylgja neinum lögum og reglum,“ sagði Melnikova.

Margar kvartanir snúast um að hermennirnir hafi verið kallaði til herþjónustu á undarlegum grundvelli og að þeir hafi fengið lélega þjálfun og séu illa búnir vopnum. Það þýðir síðan að margir þeirra snúa heim í líkkistum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“