fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Lukashenko hvetur Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 15:00

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aleksandr Lukashenko, forseti og einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, hvatti í gær Úkraínumenn til að hætta að berjast til að sleppa við „tortímingu“. Hann sagði að „allt sé í höndum Úkraínumanna“.

Sky News skýrir frá þessum orðum einræðisherrans. Fram kemur að Lukashenko hafi sagt fréttamönnum að Úkraínumenn hafi þetta allt í sínum höndum núna ef þeir vilja ekki að mikill fjöldi fólks deyi.

Hann sagði stöðuna vera erfiða og flókna en ef Úkraínumenn vilji að þessu ljúki verði þeir að stoppa, annars verði Úkraínu tortímt.

Hann sagðist hins vegar ekki vilja kenna Úkraínu né Volodymyr Zelenskyy, forseta, um stríðið.

Hvítrússar, eða að minnsta kosti Lukashenko, eru nánir bandamenn Rússa og Lukashenko er mjög háður Pútín hvað varðar að halda völdum. Rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi í upphafi stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni