Sky News skýrir frá þessum orðum einræðisherrans. Fram kemur að Lukashenko hafi sagt fréttamönnum að Úkraínumenn hafi þetta allt í sínum höndum núna ef þeir vilja ekki að mikill fjöldi fólks deyi.
Hann sagði stöðuna vera erfiða og flókna en ef Úkraínumenn vilji að þessu ljúki verði þeir að stoppa, annars verði Úkraínu tortímt.
Hann sagðist hins vegar ekki vilja kenna Úkraínu né Volodymyr Zelenskyy, forseta, um stríðið.
Hvítrússar, eða að minnsta kosti Lukashenko, eru nánir bandamenn Rússa og Lukashenko er mjög háður Pútín hvað varðar að halda völdum. Rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi í upphafi stríðsins.