fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Karl hvetur seðlabankastjóra og peningastefnunefnd til að fara að nota heilann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 07:02

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Heildarskuldir mínar og litla fyrirtækisins míns sem ég rek voru 24 milljónir árið 2007. Ég væri skuldlaus maður í dag ef ekki hefði komið til hrunsins árið 2008 og enduðu skuldir mínar í 45 milljónum haustið 2008. En skítt með það.“

Svona hefst grein eftir Karl Guðlaugsson, tannlækni og MPM, á vef Vísis. Hún ber fyrirsögnina „Teneferðir seðlabankastjóra og hamsturinn ég“. Umfjöllunarefnið eru vaxtahækkanir seðlabankans.

Segir Karl að hann, eins og aðrir hamstrar í millistéttinni hér á landi, búi við íslenska krónu. Fyrir ári hafi hann verið búinn að greiða skuldir sínar niður í 35 milljónir. Þá hafi hann ákveðið að fara í smá framkvæmdir í húsinu sínu en það er metið á 150 milljónir.

Hann segir að sumarið 2021 hafi heildarskuldir hans og litla fyrirtækisins hans verið 45 milljónir. Mánaðarleg afborgun af þessu var 180.000 krónur. Nú í nóvember var afborgunin komin upp í 290.000 krónur. Á einu ári hafa afborganirnar því hækkað um 110.000 krónur.

Hann segist ekki hafa áhyggjur af sjálfum sér, hann haldi bara áfram að hlaupa fyrir bankann sem hafi tugi milljarða í vaxtatekjur á ári.

„Ég þarf ekki að eiga tvo bíla og sel því annan þeirra, ég mun fara sjaldnar út að borða og veiti mér ekki lengur þá ánægju að renna við hjá þeim Sante-mönnum til að kaupa góð vín og fer einni ferðinni sjaldnar á gönguskíði norður. En ég hef áhyggjur af unga fólkinu sem tók jafnhátt lán og ég til að koma sér þaki yfir höfuðið. Hvorki ég, né þetta unga fólk mun geta hitt seðlabankastjóra og peningastefnunefnd Seðlabankans á Tenerife á næsta ári. Nei í alvöru, hættið að reikna ykkur út í hið óendanlega í excel-skjalinu ykkar og farið að nota heilann og hugsa,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Í gær

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni