fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Eyjan
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða Strætó bs. er grafalvarleg og er félagið á mörkum þess að vera rekstrarhæft. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kjartans Magnússonar í Morgunblaðinu í morgun en þar greinir hann frá niðurstöðum ársfundar þriggja byggðasamlaga, Sorpu Strætó og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en Reykjavíkurborg fer með um 60 prósent eignarhlut í félögunum.

Gátu ekki greitt reikninga

Í grein Kjartans kemur fram að tap Strætó bs. á síðasta ári hafi numið 1.100 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins en í samþykktri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 93 milljón króna tapi. Eigið fé félagsins er neikvætt um 225 milljónir.

„Greiðsluhæfi félagsins er óviðunandi og kom fram að fresta hefði þurft greiðslu reikninga fyrir helgi vegna fjárskorts,“ skrifar Kjartan. Þá segir hann að alvarleg mistök hafi verið gerð með kaupum og innleiðingu á nýju greiðslukerfi Strætó og margvísleg vandamál komið upp við rekstur þess.

„Það er slæmt fyrir Strætó, sem má illa við því að missa tekjur, en ekki síður hvimleitt fyrir viðskiptavini. Í heilt ár hafa farþegar fengið þau svör að um byrjunarörðugleika væri að ræða, sem brátt yrðu úr sögunni. Á fundinum kom hins vegar fram að lykilbúnaður greiðslukerfisins, þ.e. skannarnir í vögnunum, væru ónothæfir til síns brúks og væri eina ráðið að skipta þeim öllum út og kaupa nýja,“ skrifar Kjartan.

Á hann þar við svokallað Klapp-kerfi sem Strætó bs. hefur innleitt og hefur uppskorið mikla gagnrýni viðskiptavina fyrirtækisins enda margvísleg vandamál við notkun þess komið upp.

DV hafði samband við Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó, sem staðfesti vandamálið með skannanna en vildi ekki meina að kostnaður hlytist af fyrir fyrirtækið. „Það er hárétt og er vegna cEMV en nýju skannarnir ert vottaðir fyrir snertilausar greiðslur. Kostar Strætó ekkert aukalega,“ kemur fram í skriflegu svari Jóhannesar.

Hjólar í Dag fyrir að mæta ekki á fundinn

Kjartan fer einnig yfir rekstur Sorpu í grein sinni og fordæmir þar tilraunstarfsemi á kostnað skattgreiðenda sem hafi valdið dýrum mistökum. Hann segir að aðalfundurinn hafi verið afar upplýsandi og mikilvægur og gagnrýnir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, harðlega fyrir að kjósa að slepppa fundinum og taka ráðstefnu í Barcelona fram yfir.

„ Þegar slíkir erfiðleikar steðja að er sérstaklega mikilvægt að eftirlit með byggðasamlögunum sé virkt og að þau njóti handleiðslu eigenda sinna í ríkum mæli. Þar skiptir handleiðsla langstærsta eigandans, Reykjavíkurborgar, auðvitað höfuðmáli. Augljóst er að Sorpu og Strætó hefur skort eðlilegt eftirlit og styrka handleiðslu aðaleiganda síns, Reykjavíkurborgar, undanfarin ár. Það er því með miklum ólíkindum að borgarstjóri, handhafi langstærsta hlutabréfsins í félögunum þremur, skuli ekki hafa sótt einhvern mikilvægasta ársfund þeirra um árabil og tekið þar þátt í umræðum, heldur kosið að fara til Barcelona í staðinn,“ skrifar Kjartan.

Auk þess að vera í eigendafyrirsvari félaganna þriggja er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðsins, en áætluð velta þess er 4,6
milljarðar króna á komandi ári.

„Ég efast um að stjórnarformaður nokkurs fyrirtækis af sömu stærðargráðu taki ráðstefnu í Barcelona fram yfir þær sjálfsögðu skyldur stjórnarformanns að sækja ársfund þess. Því miður segir þetta ákveðna sögu um verkstjórnina hjá borginni undir stjórn núverandi borgarstjóra og þau lausatök, sem eru á rekstri hennar,“ skrifar Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar