fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Stóraukinn vopnaburður meðal fanga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 08:00

Fangelsið á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur vopnaburður fanga innan veggja fangelsa landsins aukist mjög mikið og það sama á við um ofbeldisverk. Dæmi eru um að bæði fangar og fangaverðir hafi orðið fyrir alvarlegu heilsutjóni. Fangaverðir vilja aukinn varnarbúnað, högg- og hnífavesti, og rætt hefur verið um aðgengi þeirra að rafbyssum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Páli Winkel, fangelsismálastjóra, að nýr veruleiki sé tekinn við. Nú finnist vopn reglulega í klefum og sameiginlegum rýmum fangelsa. „Fyrir nokkrum árum var þetta nánast óþekkt. Mér ber fyrst og fremst skylda til að gæta öryggis míns starfsfólks. Við höfum mjög takmarkaðan áhuga á að vopnast í fangelsunum en þurfum augljóslega að endurskoða verklag okkar. Og hugsanlega þurfum við að breyta reglum hvað viðkemur umgengni við tiltekna hópa, það er að segja þá sem eru að búa til heimagerð vopn og bera á sér,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að þessi vopn séu oft búin til úr plexíglersbrotum, skrúfjárnum, sagarblöðum og nöglum. Hægt sé að segja að allt sé notað. „Þetta eru oftar en ekki vopn sem hægt er að bana mönnum með, hið minnsta valda alvarlegu líkamstjóni,“ sagði Páll.

Vopnum hefur ekki verið beitt gegn fangavörðum en nýlega var ráðist á fangavörð á Litla-Hrauni.

Páll sagði að til skoðunar sé að fangaverðir klæðist högg- og hnífavesti þegar þeir eru við störf. Þetta er varnarbúnaður álíka þeim sem lögreglumenn nota. Hann benti á að fjármagn þurfi til að hægt sé að kaupa slíkan búnað.

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Villikettir styðja frumvarp Ingu – „Þetta er það sárasta sem við gerum“

Villikettir styðja frumvarp Ingu – „Þetta er það sárasta sem við gerum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“