fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Segja níu mánaða stríð hafa afhjúpað stóra galla í stríðsmaskínu Pútíns

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 05:55

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru níu mánuðir liðnir síðar Rússar réðust inn í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa fallið í valinn og mannlegar hörmungar eru miklar, eiginlega ólýsanlegar. Stríðið hefur afhjúpað stóra galla í stríðsmaskínu Pútíns að sögn sérfræðinga.

Innrás Rússa hófst snemma að morgni 24. febrúar og sóttu þeir hratt fram víða í Úkraínu. Markmið þeirra var að ná höfuðborginni Kyiv á skömmum tíma og losa sig við Volodymyr Zelenskyy, forseta, og ríkisstjórn landsins og setja rússneska leppstjórn yfir landið. En eins og kunnugt er þá hefur þetta ekki gengið eftir og hafa Rússar beðið fjölda niðurlægjandi ósigra á vígvellinum.

Mótstaða Úkraínumanna virðist hafa komið þeim í opna skjöldu og það sama á við um hernaðarsérfræðinga sem höfðu fæstir trú á að úkraínski herinn gæti veitt Rússum mikið viðnám. En annað kom á daginn og eins og staðan er núna þá eru það Úkraínumenn sem ráða förinni á vígvellinum að mestu.

TV2 lagði þrjár spurningar um stríðið fyrir tvo danska hernaðarsérfræðinga, þá Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing hjá danska varnarmálaskólanum, og Mikkel Vedby Rasmussen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla en hann vinnur að rannsóknum á stríði og varnarmálum.

Hver er staðan í stríðinu núna?

Þegar Nielsen var spurður að þessu sagði hann að nú væri einhverskonar millibilsástand. Stórorustunni um Kherson sé lokið en stóra spurningin sé hvar næsta stóra átakasvæðið verður, það sé ekki enn vitað. Hann sagði að Úkraína sæki á í Donetsk en Rússar í Luhansk. Báðir stríðsaðilar reyni nú að sækja fram á vígvellinum og eftir nokkrar vikur ætti staðan að hafa skýrst að hans mati.

Rasmussen sagði að staðan sé sú að Úkraína hafi sigrað í stríðinu og Rússar tapað. Spurningin sé hversu illa þeir hafa tapað og hversu dýrkeyptur ósigurinn verður. Hann sagðist telja að sterkt bandalag Úkraínu við Bandaríkin og NATO hafi tryggt sigurinn.

Hann benti einnig á að Rússar hafi enn stór úkraínsk landsvæði á sínu valdi og standi fyrir umfangsmikilli eyðileggingu á mikilvægum innviðum í Úkraínu. Stríðið geti því orðið langt og dýrt fyrir Úkraínumenn ef þeir vilja ná þeim landsvæðum, sem Rússar hafa á sínu valdi, aftur. „Kostnaðurinn getur orðið of mikill, bæði mannlega og efnahagslega,“ sagði hann.

Hversu lengi varir stríðið?

Nielsen sagði að það ráðist af hvernig veturinn fari með heri ríkjanna. Ef Rússar komi illa undan vetri verði staðan mjög erfið fyrir þá. Þeir séu ekki með fleiri verkfæri í verkfærakassanum.

Hann sagði að Úkraínumenn vonist til að Rússar verði fyrir miklu manntjóni í vetur og  missi enn fleiri landsvæði í hendur Úkraínumanna. Ef það gerist geti það leitt til þess að rússneski herinn hrynji algjörlega saman og stríðinu ljúki fljótt. Ef Rússar fá hins vegar meðvind geti stríðið staðið yfir lengi í viðbót. Það séu engin teikn á lofti um að úkraínski herinn sé við að hrynja né gefast upp.

Rasmussen sagði að næstu mánuðir muni leiða í ljós hvort um langvarandi stríð verður að ræða, víglínurnar muni færast aðeins fram og aftur eða þá að stríðið „stöðvist“ því víglínurnar „frjósa fastar“.

Hvað hefur komið mest á óvart á fyrstu níu mánuðum stríðsins?

Nielsen sagði að það hafi komið öllum á óvart hversu mikla mótspyrnu Úkraína hefur veitt. Það sé ótrúlegt að Úkraína sigri jafnvel í hefðbundnu stríði við Rússland. Hann sagði jafnframt að það hafi komið á óvart að Rússar hafi ekki viðurkennt þau stóru vandamál sem her þeirra hefur upplifað í Úkraínu og að Pútín hafi ekki brugðist við tímanlega. „Pútín hefur sleppt því að taka margar mikilvægar ákvarðanir og það hefur valdið Rússum sífellt stærri vandamálum,“ sagði hann.

„Fyrir stríðið var Pútín sagður „stríðssnillingur“ en hann hefur verið óákveðin og ekki staðið sig sem leiðtogi sem getur tekist á við stríðið,“ sagði Nielsen.

Rasmussen sagðist mest hissa á að rússneska hernum hafi ekki tekist að sigra þann úkraínska á skömmum tíma. Ástæðan fyrir því sé hversu fljótt Úkraínu tókst að fá hernaðaraðstoð frá Vesturlöndum og lélegum búnaði rússneska hersins og hæfileikalausum herforingjum.

„Frá upphafi hefur rússneski herinn gert allt rangt. Þeir voru með allt of fáa hermenn og dreifðu sér um svo stórt svæði að þeir gátu ekki varið langa víglínuna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars