fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Segir það ekki þjóna hagsmunum Pútíns að ljúka stríðinu í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 06:07

Nú segist Pútín reiðubúinn til að semja um vopnahlé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þjónar ekki hagsmunum Vladímír Pútín að ljúka stríðinu í Úkraínu og að vissu marki hentar það honum vel að það dragist á langinn.

Þetta sagði Lawrence Freedman, prófessor í stríðsfræðum við King‘s College London, í samtali við Sky News.

Hann sagði að á næstu mánuðum muni heimsbyggðin hugsanlega sjá Úkraínumenn styrkja stöðu sína en á sama tíma muni Rússar ekki viðurkenna að þeir hafi beðið ósigur.

„Ég held að Pútín hafi engan áhuga á að ljúka þessu stríði,“ sagði hann og bætti við að um leið og Pútín ljúki stríðinu með samningaviðræðum verði hann í raun að hörfa og viðurkenna að þetta hafi allt saman verið heimskulegt hjá honum.

„Að vissu leyti er betra fyrir hann að draga þetta á langinn, jafnvel þótt hann nái ekki góðum árangri á vígvellinum, jafnvel þótt hann verði að láta land af hendi, hann getur þá kennt náttúrunni um það. Í hvert sinn sem hann gefur eftir, til dæmis með samningi um kornútflutning eða fangaskipti, ráðast harðlínumenn á hann. Ég óttast því að þetta sé staðan, Úkraínumenn styrki stöðu sína og nái meira landsvæði á sitt vald án þess að Rússar viðurkenni ósigur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars