fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Fjöldi fíkniefnamála

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 06:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Auk þess sinnti lögreglan hefðbundnum verkefnum og hafði meðal annars afskipti af ökumönnum í vímu.

Klukkan 23 voru þrír menn handteknir í Hlíðahverfi. Þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna, hylmingu, brot á vopnalögum og fleira. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Hald var lagt á ætluð fíkniefni, vopn og þýfi.

Um miðnætti var maður handtekinn í Miðborginni en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna. Var hann að selja öðrum fíkniefna er lögreglan hafði afskipti af þeim. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Kaupandinn slapp ekki við afskipti lögreglunnar og verður hann kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Klukkan eitt í nótt voru þrír menn handteknir í Miðborginni en þeir eru grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Í Kópavogi voru tveir menn handteknir í sitt hvoru málinu í gærkvöldi. Þeir eru báðir grunaðir um vörslu/sölu fíkniefna. Annar var vistaður í fangageymslu en hinn var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Í Breiðholti og Miðborginni voru afskipti höfð af tveimur mönnum síðdegis í gær en þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Málin voru afgreidd á vettvangi.

Á fyrsta tímanum í nótt gáfu lögreglumenn ökumanni merki um að stöðva aksturinn þar sem hann ók í Hlíðahverfi. Ók ökumaðurinn þá á umferðarskilti. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Áður hafði verið tilkynnt um rásandi aksturslag ökumanns og akstur á móti umferð.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.  Einn þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka bifreið án þess að hafa tilskilin ökuréttindi. Einn þeirra var handtekinn því hann var eftirlýstur vegna rannsóknar máls. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hvað er konudagur?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“