fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Úkraínumenn staðfesta að eitthvað stórt sé hugsanlega í uppsiglingu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 06:06

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega er eitthvað stórt í uppsiglingu á nær auðum en gríðarlega mikilvægum sandtanga nærri Kherson. Natalia Humenyuk, talskona úkraínska hersins, sagði á mánudaginn að Úkraínumenn séu með hernaðaraðgerðir í gangi á þessum tanga.

Hann heitir Kinburn og er í Svartahafinu. Samkvæmt frétt Ukrainska Pravda þá mæta Úkraínumenn mótspyrnu Rússa á tanganum.

Humenyuk sagði að Rússar séu að flytja fleiri hersveitir til tangans frá öðrum hernumdum svæðum. Hún sagði að Úkraínumenn muni halda aðgerðum sínum áfram og tilkynna um árangurinn þegar niðurstaða sé komin í málið. Fram að því verði ekki veittar upplýsingar um gang mála.

Það eru aðeins nokkrir kílómetrar sjávar á milli Kinburn og úkraínska meginlandsins. Sá sem hefur yfirráð yfir þessu sundi er með stjórn á siglingaleiðinni frá Svartahafi til Dnipro árinnar og Mykolajiv og Kherson.

Kinburn-tanginn er síðasta landsvæðið sem Rússar eru með á sínu valdi í Mykolajiv-héraði. Héraðsmörk Mykolajiv og Kherson eru eftir tanganum endilöngum. Hann hefur öldum saman verið mjög mikilvægur vegna staðsetningar sinnar við siglingaleiðina um sundið.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir að ef Úkraínumenn ná tanganum á sitt vald eigi þeir möguleika á að draga úr árásum Rússa á þau landsvæði við Svartahafið sem Úkraínumenn eru með á sínu valdi. Einnig myndi það auka öryggi kornflutningaskipanna sem sigla frá Úkraínu. Einnig geta þeir þá gert árásir á þau svæði í Kherson, sem Rússar hafa á sínu valdi, án þess að lenda í eins mikilli stórskotaliðshríð eins og gerist ef þeir fara yfir Dnipro.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna