fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fréttir

Rússneskur hershöfðingi í stofufangelsi – Heimtaði þvottavél í mútur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 20:00

Það þarf að þrífa þvottavélar. Mynd:Lindsey McIver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur herforingi, sem ber ábyrgð á herkvaðningu, hefur verið settur í stofufangelsi eftir að hafa að sögn krafist þess að fá þvottavél frá öðrum yfirmanni.

Sky News segir að rússneska dagblaðið Kommersant hafi skýrt frá þessu.

Er hershöfðinginn sagður hafa krafið yfirmann á skráningarstofu hersins í Moskvu, um þvottavél. Skráningarstofan hafði ekki náð nægilega góðum árangri við öflun nýliða fyrir herinn og vildi hershöfðinginn fá þvottavél gegn því að skrifa skýrslu þar sem hann staðfesti að stofan hefði náð þeim markmiðum sem henni hefðu verið sett.

Hinn var ósáttur við þetta og tilkynnti málið til leyniþjónustunnar FSB. Hershöfðinginn játaði að hafa krafið hinn um þvottavél og var settur í tveggja mánaða stofufangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“
Fréttir
Í gær

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Í gær

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland
Fréttir
Í gær

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“

Vorfundur Rarik haldinn á Selfossi – „Hreyfum samfélagið til framtíðar“