Breska varnarmálaráðuneytið skýrir frá þessu í stöðuskýrslu sinni um gang stríðsins í Úkraínu.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 22 November 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/5qYY4RI3xB
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/hI41BWWlTG
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) November 22, 2022
Novorossiysk er við Svartahaf, austan við Krímskaga sem Rússar innlimuðu 2014.
Rússar fylgjast vel með stöðu mála í og við Novorossiysk og auka inn á milli viðbúnað hersins. Þetta hafa þeir gert frá því að mikil sprenging varð á brúnni sem tengir Krím við rússneska meginlandið en það gerðist í október. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur sakað Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við þá árás.