fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Minna um kynsjúkdóma en áður

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 08:00

Konurnar fengu notaða smokka í pósti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórum árum hefur tilfellum klamýdíu fækkað um tæplega 8%. Á sama tíma hefur tilfellum lekanda og HIV-smita einnig fækkað. En sárasóttartilfellum hefur fjölgað.

Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

Klamýdía er langútbreiddasti kynsjúkdómurinn en tilfellin voru 530 á hverja 100.000 íbúa árið 2018. Á síðasta ári var hlutfallið komið niður í 489 á hverja 100.000 íbúa.

Lekandi kom þar á eftir en 2019 voru 34 tilfelli á hverja 100.000 íbúa en á síðasta ári voru þau 29.

HIV-tilfellum fækkaði úr 11 á hverja 100.000 íbúa í sex á síðasta ári.

Sárasóttarfaraldur hefur geisað meðal karlmanna sem stunda óvarið kynlíf með öðrum körlum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“