fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

WHO varar við – Milljónir Úkraínubúa í hættu í vetur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 05:48

Íbúar í Kherson sækja sér nauðsynjar hjá hjálparsamtökum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að milljónir Úkraínubúa standi frammi fyrir „lífshættulegum“ vetri. Ein af ástæðunum fyrir þessu eru árásir Rússa á raforkuinnviði í Úkraínu.

Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, var nýlega í Kyiv. Þar sagði hann við fréttamenn að veturinn í Úkraínu „muni snúast um að lifa af“. „Þessi vetur verður lífshættulegur fyrir milljónir Úkraínubúa,“ sagði hann.

Hann sagði að endurteknar árásir á úkraínska innviði hafi nú þegar haft áhrif á heilbrigðiskerfið og heilsufar fólks.

WHO hefur skráð rúmlega 700 árásir á heilbrigðisstofnanir síðan innrás Rússa hófst. Kluge sagði þessar árásir vera „skýrt brot“ á alþjóðalögum.

Hann sagði að WHO reikni með að tvær til þrjár milljónir Úkraínubúa muni yfirgefa heimili sín í vetur í leit að hita og öryggi. Þetta fólk muni glíma við stór heilsufarsógnir á borð við öndunarfærasýkingar, COVID-19, berkla, inflúensu og mislinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel