Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, var nýlega í Kyiv. Þar sagði hann við fréttamenn að veturinn í Úkraínu „muni snúast um að lifa af“. „Þessi vetur verður lífshættulegur fyrir milljónir Úkraínubúa,“ sagði hann.
Hann sagði að endurteknar árásir á úkraínska innviði hafi nú þegar haft áhrif á heilbrigðiskerfið og heilsufar fólks.
WHO hefur skráð rúmlega 700 árásir á heilbrigðisstofnanir síðan innrás Rússa hófst. Kluge sagði þessar árásir vera „skýrt brot“ á alþjóðalögum.
Hann sagði að WHO reikni með að tvær til þrjár milljónir Úkraínubúa muni yfirgefa heimili sín í vetur í leit að hita og öryggi. Þetta fólk muni glíma við stór heilsufarsógnir á borð við öndunarfærasýkingar, COVID-19, berkla, inflúensu og mislinga.