Daily Mail skýrir frá þessu og segir að Rússar hafi í hyggju að ráðast á Astravets kjarnorkuverið í Grodno sem og innviði í Brest.
Kjarnorkuverið er nærri litháensku landamærunum og aðeins um 40 km frá Vilnius, höfuðborg Litháen. Það þýðir að ef slys verður í verinu eða ef árás verður gerð á það, gæti áhrifanna gætt í Litháen sem er aðildarríki NATO.
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu ítrekað verið sakaður um að vera að undirbúa árásir af þessu tagi til að réttlæta stigmögnun stríðsins.
Í skýrslu úkraínsku leyniþjónustunnar segir að vitað sé að í náinni framtíð sé fyrirhugað að gera nokkrar hryðjuverkaárásir í Hvíta-Rússlandi, sviðsettar árásir. Eitt aðalskotmarkið sé Astravets kjarnorkuverið. Úkraínu og NATO verði kennt um árásirnar sem verði framdar af mönnum klæddum í einkennisbúningum hvítrússneska hersins.
Einnig kemur fram að árásunum sé ætlað að gefa Hvíta-Rússlandi tylliástæðu til að blanda sér í stríðið í Úkraínu.