Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins. Það segir að nú leggi Rússar áherslu á varnarlínu sína í bænum Svatove í Luhansk en bærinn er nærri rússnesku landamærunum. Þetta gerir Rússum erfitt fyrir við að blása til sóknar í Donetsk.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 21 November 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/NxOEkA8yFf
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/0J5AAllnxg
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) November 21, 2022
Langflestir rússnesku hermannanna, sem eru í Svatove, eru varaliðsmenn og hafa því ekki hlotið mikla þjálfun.
Breska varnarmálaráðuneytið segir að skortur á hermönnum og hergögnum verði áfram vandamál fyrir rússnesku hersveitirnar.