Um klukkan hálf átta í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Laugardalshverfi. Þar hafði ökumaður ekið á fjórar kyrrstæðar bifreiðar og síðan á brott. Hann var handtekinn skömmu síðar við heimili sitt. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleiri brot. Hann var vistaður í fangageymslu.
Tveir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.