Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í tóbaksverslun í Miðborginni. Þar var búið að brjóta rúðu og fara inn. Maður var handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Hann var vistaður í fangageymslu.
Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í bílskúr við fjölbýlishús í gærkvöldi. Þar var dýru golfsetti stolið.
Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um þrjá menn sem voru að brjótast inn í gáma í Hafnarfirði. Þegar lögreglan nálgaðist svæðið náðu tveir þeirra að hlaupa á brott. Einn var handtekinn. Að upplýsingatöku lokinni var hann fluttur á bráðadeild þar sem hann var með sýkingu í hendi.