fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

John Pétur í hópi þeirra sem ruddust vopnaðir inn á Bankastræti Club – Fundaði með Guðna forseta um öryggi dyravarða

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa 27 einstaklingar verið handteknir í tengslum við hnífaárásarnir á Bankastræti Club þar sem stór hópur réðst á þrjá einstaklinga um tvítugt og lagði til þeirra með eggvopnunum. Ungu mennirnir slösuðust illa í árásinni en eru þó ekki í lífshættu.

Í hópi hinna handteknu er dyravörðurinn John Pétur Vágseið, sem er á fertugsaldri og sagður reka fyrirtæki sem býður upp á dyravörslu fyrir skemmistaði og ýmsa viðburði. Hann er þó ekki skráður sem eigandi né prókúruhafi í neinu fyrirtæki samkvæmt Fyrirtækjaskrá. Þá hefur hann meðal annars reglulega sinnt dyravörslu fyrir Bankastræti Club en samkvæmt heimildum DV skiptir skemmtistaðurinn  ekki lengur við John Pétur og hans fyrirtæki.

Rétt er að geta þess að þó að John Pétur hafi verið í hópi þeirra sem ruddust inn á staðinn þá hefur DV engar heimildir fyrir því að hann hafi beitt vopnum í árásinni en nokkrir af þeim sem einnig tóku þátt í árásinni eru undirmenn hans.

Sumir þeirra hafa starfað fyrir skemmistaðinn Paloma Club en sambýliskona John Péturs, sem einnig var handtekin í aðgerðum lögreglu, sér um rekstur staðarins.

Athygli vekur að John Petur hefur látið sér starfsumhverfi og öryggi dyravarða miklu varða. Í kjölfarið af svívirðilegri árás á dyravörð árið 2018, sem endaði með örkumlun hans, stóð John Pétur fyrir styrktartónleikum fyrir þolandann ásamt kollegum sínum. Þá fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Besstastöðum ásamt félögum sínum þar sem fundarefnið var hversu aukin harka hefði færst í skemmtanalíf Íslendinga, hvaða áhrif það hefði á öryggi og aðstæður dyravarða og hvaða leiðir væru til úrbóta.

Þá hafa fjöl­skyldu­með­limir hinna grunuðu árásarmannanna., þar á meðal John Péturs, sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan að Bankastrætis-árásin átti sér stað og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns