fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Halldór Kristmannsson ekki uppljóstrari – Gerði sátt við Alvogen og lokar heimasíðunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Alvogen hefur náðst sátt við Halldór Kristmannsson í máli sem Alvogen höfðaði gegn honum. Málið má rekja til bréfs sem Halldór sendi stjórn Alvogen í janúar á síðasta ári þar sem mátti finna fjölda ásakana um starfshætti Róberts Wessmans.

Í tilkynningu frá Alvogen segir að af stað hafi farið óháð rannsókn sérfræðinga og að henni lokinni hafi Alvogen stefnt Halldóri fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og átti málflutningur að fara fram nú á haustmánuðum. Aðilar hafi þó náð sáttum í málinu og ætlar Alvogen að falla frá málsókninni. Halldór mun þá loka heimasíðu sinni og hefur lýst því yfir að hann hafi ekki stöðu uppljóstrara í neinni lögsögu. Hann hafi jafnframt lýst því yfir að hann uni þeirri niðurstöðu stjórnar Alvogen að lýsa yfir traust til Róberts í kjölfar rannsóknarinnar.

Halldór steig fram vorið 2021 með alvarlegar ásakanir um hegðun Róberts Wessmans, forstjóra Alvogen og opnaði vefsíðuna alvowhistleblower.com þar sem hann titlaði sig uppljóstrara. Fólust ásakanir hans á hendur Róberti meðal annars í því að Róbert hafi gerst sekur um líkamsárásir og ósæmilega hegðun undir áhrifum áfengis. Sagði hann marga hafa kvartað undan ofstopa Róberts í garð undirmanna og fyrrverandi starfsmanna og að Róbert hafi haft frammi fólskulegar hótanir í garð fyrrverandi starfsmanna Actavis svo þeir hefðu ástæðu til að óttast um öryggi sitt og fjölskyldna sinna. Halldór sagði Róbert einnig hafa skipulagt rógsherferðir í fjölmiðlum gegn ýmsu fólki sem hann hafi borið kala til, meðal annars keppinauta í viðskiptalífinu og opinberra embættismanna.

Sjá einnigÆvintýralegar ásakanir gegn Róberti Wessman – Þetta eru „óvildarmennirnir“ sem hann á að hafa beitt sér gegn

Sjá einnigRóbert Wessman borinn þungum sökum – Sagður hafa kýlt starfsmann og hótað fyrrum starfsmönnum

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns