fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Segir að Pútín lifi ekki af ef Rússar missa Krím

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 08:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur farið svo að Krímskagi verði vendipunkturinn í stríðinu í Úkraínu. Úkraínskir ráðamenn hafa ekki farið leynt með að þeir vilja ná skaganum aftur og ef það gerist þá eru dagar Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, líklega taldir.

Þetta er mat Gudrun Persson, stjórnanda hjá Totalförsvarets Forskningsinstitut (FOI) í Svíþjóð.

Ekki er langt síðan Rússar neyddust til að hörfa frá borginni Kherson. Það var mikill ósigur fyrir Pútín en það er óvíst hversu marga ósigra til viðbótar Pútín getur staðið af sér sagði Persson í samtali við Dagens Nyheter.

Hún sagði að innlimum Krímskaga í Rússland hafi verið mjög vinsæl í Rússlandi, einnig meðal þeirra sem voru gagnrýnir á Pútín. Innlimunin hafi verið samþykkt í Rússlandi og á Vesturlöndum. Pútín hafi komist upp með hana. „Að hann lifi það af pólitískt að tapa Krím, það á ég erfitt með að sjá fyrir mér,“ sagði hún.

Hvað varðar lok stríðsins sagðist hún aðeins sjá eina leið til að því ljúki. Það er með leiðtogaskiptum í Kreml.

„Þegar eftirnafn leiðtogans í Kreml breytist, þá verður alltaf breyting í aðra hvora áttina. En við vitum ekki hver tekur við af honum. Ef Pútín er eins og Lenín, getur næsti leiðtogi orðið eins og Stalín. Ef Pútín er eins og Stalín, þá getur næsti leiðtogi kannski orðið eins og Khrushchev,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt