Það er ekki á hverjum degi sem orðarugl Morgunblaðsins verður að umræðuefni á samfélagsmiðlum en það er þó staðan í dag. Orðaruglið sem finna má í Morgunblaðinu sem kom út í dag hefur vakið mikla ólgu og reiði á samfélagsmiðlinum Twitter. Ástæðan fyrir því er sú að orðið „hópnauðgun“ má finna í orðaruglinu.
Orðaruglið er að finna á þrautasíðu Morgunblaðsins, við hlið þess er til dæmis að finna krossgátuna, Sudoku og fleiri þrautir. Netverjar hafa gagnrýnt þetta harðlega og bent hefur verið á að börn skoði þessa síðu.
„Hvað ætli mörg börn hafi spurt foreldra sína „mamma, hvað er hópnauðgun?““ spyr til dæmis einn netverji. „Hvernig datt ykkur í hug að nota þetta orð í orðarugli?“ spyr svo annar netverji og merkir Morgunblaðið í færslunni. „Ojbara,“ segir svo annar.
Mynd af orðaruglinu má sjá hér fyrir neðan: