Miklar umræður hafa skapast á Twitter um hvernig æskilegast sé að haga umferð í miðbæ Reykjavíkur. Umræðurnar koma í kjölfarið á banaslysinu sem varð þegar að maður á þrítugsaldri lést í gærkveldi. Slysið varð þegar að rafhlaupahjól mannsins og hópferðabifreiðu lentu saman á Barónsstíg og Grettisgötu.
Fjölmargir hafa komið með skoðun sína á málinu og vilja sumir banna rafhlaupahjól í miðbænum. Þeir virðast þó öllu fleiri sem telja bílaumferð vandamálið og töluvert margir telja tímabært að hömlur séu setta á rútuumferð hótela.
Hér má sjá brot af þeim tvítum sem birst hafa.
Hlaupahjólaslys? Skv fréttinnni var ekið á manneskju á hlaupahjóli. Þetta er einsog að kalla það „gönguslys“ þegar ekið er á gangandi vegfaranda. Bílarnir eru vandamálið, ekki hlaupahjólin. pic.twitter.com/ObENHOAhyC
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 19, 2022
Hefurðu einhverntíman séð fólk á þessum rafskútum? Margt af því er raunverulega vandamálið, ekki bílarnir.
— Davíð Oddsson (@ozzon68) November 20, 2022
Af hverju er rúta að keyra nógu hratt í miðbænum til að valda dauða? Þar sem fólk gengur, hjólar og notar skútur hvað mest? Af hverju eru rútur yfir höfuð leyfðar í 101? Eða bílaumferð yfir höfuð ef út í það er farið. Hversu sorglegt.https://t.co/B7byoqPbyj
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) November 20, 2022
Án þess að ég viti neitt um málið, þá eru svona slys oft þannig að fólk verður undir afturdekki þegar stór bíll beygir. Lenti sjálfur næstum í þessu í vikunni. Svo það þarf ekki að vera að hraði hafi verið factor. En 100% sammála – rútur eiga ekkert erindi í bænum. pic.twitter.com/pWsf8kLULf
— Bragi (Karen á hjóli) (@BragiGunnlaugss) November 20, 2022
Einmitt, voru Rútur ekki bannaðar fyrir nokkrum árum, eða var það bara yfir einhverri ákveðinni stærð?
— Fríða (@fridapals) November 20, 2022
Þær eru ekki bannaðar þar sem slysið varð en hinum meginn við barónsstíginn eru þær það. pic.twitter.com/Klv2E6G4ph
— Howie the duck (@DanielIngolfur) November 20, 2022
Rútur, trukkar og jeppar þurfa að laga sig að miðbæ Reykjavíkur. Miðbær Reykjavíkur á ekki að laga sig að rútum, trukkum og jeppum.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 3, 2015
@gislimarteinn hvernig sérðu það fyrir að það ætti að afgreiða vörur inn á veitingastaði og verslanir?
— Ingi Björn Grétarsso (@ingibg) August 3, 2015
@ingibg Gera það fyrr á daginn (í Köben er það gert fyrir kl. 07) og nota minni bíla. Fáránlegt að drösla stærstu týpu flutningabíla í 101.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 3, 2015
@gislimarteinn hótelum fylgir rútuumferð. Mátt gjarnan koma því til borgaryfirvalda ef þú ert ennþá tengdur þangað.
— Þórður Ingi Guðmunds (@Thurdeningen) August 4, 2015
@Thurdeningen Rútur sem tengjast hótelum þurfa ekki að stoppa beint fyrir utan. Mátt skila því til rútufyrirækja ef þú ert tengdur þangað.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 4, 2015
Að banna rafhlaupahjól um helgar bara vegna þess að einhver gæti slasað sig út af akstri undir áhrifum er alveg eins og að banna bíla um helgar út af sömu ástæðu, semsagt:
gjörsamlega fáránlegt
— Oddur S. Hilmarsson (@OddurSH) June 22, 2021
Það er þyngra en tárum taki að stór hluti borgarinnar er ekki hannaður fyrir öryggi gangandi vegfarenda heldur stöðugt flæði bílaumferðar.
— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) November 18, 2022