,,Þetta er nú langt frá því að vera nýr bíll, árgerð 1999 eða 2000, en í góðu lagi og var með ný dekk sem nú eru ónýt. Kúplingin er líka ónýt, og sennilegast fleira í gírkassanum, og svo er hann mikið dældaður allan hringinn.
Þetta er fleiri hundruð þúsunda króna tjón,” segir Kristófer Vikar Hlynsson, íbúi í Fellabæ.
Um er að ræða grænan Pajero jeppa sem stolið var í nótt fyrir utan Helgafell í Fellabæ. Kristófer segist ekki hafa orðið var við neitt og ekki vitað af stuldinum fyrr en lögreglan hringdi í hann í morgun með þær fréttir að bíllinn væri fundinn úti á miðjum þjóðvegi.
Svo virðist sem þjófurinn, eða þjófarnir, hafi verið að stunda torfæruakstur og leika sér að því að stökkva á Selhöfðanum. Í ofanálag fóru þjófarnir á ljósastaur.
Kristófer segist ekki hafa hugmynd um hver geti hafa stolið bílnum en lögregla sé búinn að taka skýrslu og vonast hann til að hinir óprúttnum aðilar finnist.
,,Þetta er auðvitað svekkjandi og tjón upp á mörg hundruð þúsund. Bíllinn er ekki nýr en í topplagi og með ný dekk sem eru gjörónýt,“ segir Kristófer.
Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Fellabæ.