fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Bíl Kristófers stolið í nótt og hann skilinn eftir á þjóðveginum – ,,Þetta er tjón upp á hundruðir þúsunda“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. nóvember 2022 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er nú langt frá því að vera nýr bíll, árgerð 1999 eða 2000, en í góðu lagi og var með ný dekk sem nú eru ónýt. Kúplingin er líka ónýt, og sennilegast fleira í gírkassanum, og svo er hann mikið dældaður allan hringinn. 

Þetta er fleiri hundruð þúsunda króna tjón,” segir Kristófer Vikar Hlynsson, íbúi í Fellabæ. 

Um er að ræða grænan Pajero jeppa sem stolið var í nótt fyrir utan Helgafell í Fellabæ. Kristófer segist ekki hafa orðið var við neitt og ekki vitað af stuldinum fyrr en lögreglan hringdi í hann í morgun með þær fréttir að bíllinn væri fundinn úti á miðjum þjóðvegi.

Svo virðist sem þjófurinn, eða þjófarnir, hafi verið að stunda torfæruakstur og leika sér að því að stökkva á Selhöfðanum. Í ofanálag fóru þjófarnir á ljósastaur. 

Kristófer segist ekki hafa hugmynd um hver geti hafa stolið bílnum en lögregla sé búinn að taka skýrslu og vonast hann til að hinir óprúttnum aðilar finnist. 

,,Þetta er auðvitað svekkjandi og tjón upp á mörg hundruð þúsund. Bíllinn er ekki nýr en í topplagi og með ný dekk sem eru gjörónýt,“ segir Kristófer.

Þeir sem geta gefið upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Fellabæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot
Fréttir
Í gær

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk
Fréttir
Í gær

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“
Fréttir
Í gær

Sigrún segir að kennarar tali um hræðslu – Kallar eftir að áhersla verði lögð á þetta

Sigrún segir að kennarar tali um hræðslu – Kallar eftir að áhersla verði lögð á þetta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaðurinn Beggi litli, sem gerði garðinn frægan sem strokufangi um aldamótin, fær enn einn dóminn

Síbrotamaðurinn Beggi litli, sem gerði garðinn frægan sem strokufangi um aldamótin, fær enn einn dóminn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru því ekki nema einhverjar vikur eftir af fjölmiðlum Sýnar sem almennum miðlum“

„Það eru því ekki nema einhverjar vikur eftir af fjölmiðlum Sýnar sem almennum miðlum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“