Daily Mail skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Budanov segi þá sé enginn vafi á að Pútín notist við þrjá tvífara.
„Eitt af því sem kemur upp um þá er hæðin. Það er hægt að sjá það á ljósmyndum og upptökum. Líkamstjáning þeirra og eyrnasneplarnir koma einnig upp um þá, því þetta er einstakt hjá hverjum og einum,“ sagði Budanov.
Hann sagði einnig að tvífararnir hafi gengist undir fjölda lýtaaðgera til að líkjast forsetanum eins mikið og hægt er. Hann hefur þó engar beinar sannanir fyrir að þeir séu til og skýrði heldur ekki frá hvort hann hafi ákveðin dæmi þar sem tvífararnir hafi komið fram í staðinn fyrir Pútín.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um að Pútín notist við tvífara. Pútín neitaði því sjálfur í viðtali fyrir tæpum þremur árum en sagði að honum hefði verið boðið að fá tvo tvífara sér til aðstoðar árið 2020.