fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Pútín heimilar hernum að stela úkraínskum listaverkum og menningararfi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 08:00

Úkraínskir listmunir bíða flutnings frá Lviv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilskipun sem Vladímir Pútín, Rússlandsforseti, hefur skrifað undir fá rússneskar hersveitir heimild til að „fjarlægja“ úkraínsk listaverk og menningararf frá þeim svæðum sem Rússar hafa „innlimað“.

The Art Newspaper skýrir frá þessu og líkir framferði Rússa við þjófnað nasista á listaverkum í hernumdum löndum í síðari heimsstyrjöldinni.

Úkraínskir fjölmiðlar segja að Rússar hafi nú síðast tekið listaverk úr söfnum í borginni Kherson en hana hafa þeir haft á valdi sínu síðan 2. mars. Rússar eru sagðir hafa fjarlægt verðmæta listmuni frá Kherson í maí þegar þeir óttuðust að sókn úkraínska hersins væri yfirvofandi.

Meðal þess sem Rússar hafa fjarlægt eru jarðneskar leifar Potemkin fursta sem var uppi fyrir um 200 árum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í rússneskri sögu en einnig úkraínskri.  Rússar segjast hafa fjarlægt jarðneskar leifar hans af „öryggisástæðum“.

Potemkin stofnaði Kherson, Odesa og Sevastopol á Krím.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
Fréttir
Í gær

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“